MÁLTÆKNISETUR

Rannsóknarsetur í máltækni


KYNNING

Máltæknisetur (The Icelandic Centre for Language Technology (ICLT) á ensku) var stofnað þann 15. júní, 2005. Máltæknisetur á rætur sínar að rekja til tungutækniverkefnis menntamálaráðuneytisins (2000-2004).

Máltæknisetur er samstarfsvettvangur eftirtalinna stofnana um rannsóknir, þróun og kennslu í máltækni: Málvísindastofnun Háskóla Íslands, tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og orðfræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Aðrar háskólastofnanir og fyrirtæki sem stunda rannsóknir, þróun eða kennslu í máltækni geta óskað eftir aðild að setrinu.

Samstarfsaðilarnir sjá setrinu fyrir húsnæði og aðstöðu samkvæmt nánara samkomulagi. Meginreglan er sú að hver aðili sér um sig í því efni og ekki er stefnt að einni sameiginlegri miðstöð fyrir alla aðila setursins.

Máltæknisetur á aðild að CLARIN og ELRA og er styrktarfélagi í NEALT.

Hlutverk

Hlutverk setursins er að vera miðstöð íslenskrar máltækni, og því hlutverki gegnir það m.a. með því að:

  • vera upplýsingaveita um íslenska máltækni og reka vefsetur í því skyni
  • stuðla að samstarfi háskóla, stofnana og fyrirtækja um máltækniverkefni
  • skipuleggja og samhæfa háskólakennslu á sviði máltækni
  • taka þátt í norrænu, evrópsku og alþjóðlegu samstarfi á sviði máltækni
  • eiga frumkvæði að og taka þátt í rannsóknaverkefnum á sviði máltækni
  • eiga frumkvæði að og taka þátt í hagnýtum verkefnum á sviði máltækni
  • halda utan um ýmiss konar hráefni og afurðir á sviði máltækni
  • halda ráðstefnur með þátttöku fræðimanna, fyrirtækja og almennings
  • beita sér fyrir eflingu íslenskrar máltækni á öllum sviðum

Stjórn

Yfir Máltæknisetrinu er stjórn sem skipuð er einum fulltrúa frá hverjum samstarfsaðila. Stjórnin þarf að samþykkja þau verkefni sem í er ráðist í nafni setursins. Einstakir samstarfsaðilar hafa áfram fullt frelsi til að standa að og taka þátt í verkefnum án samþykkis stjórnar, en þau verkefni eru þá í þeirra nafni.

Stjórn setursins skipa:

Fréttir

16.11.2013: Máltæknisetur hlaut viðurkenningu frá Mennta- og menningamálaráðuneytinu á degi íslenskrar tungu fyrir "að stuðla að því að hægt sé að nota íslensku í nútímasamskiptatækni". Í kjölfarið ræddu Hrafn Loftsson og Eiríkur Rögnvaldsson um Máltæknisetrið og íslenska máltækni í Morgunútvarpi Rásar 2 og í Sjónmáli á Rás 1. Einnig er vert að benda á grein rithöfundarins Guðmunds Andra Thorssonar, "Að bjarga íslenskunni", sem birtist í Fréttablaðinu (18.11.2013).